Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Meðferð á sprungnum iljum og höndum

Sprungur á þessum stöðum fylgja oft exemi og öðrum bólgusjúkdómum á iljum og lófum. Húðin missir teygjanleika sinn og rifnar þvert á átakstefnuna. Slíkar sprungur geta rist djúpt, eru sársaukafullar og gróa oft seint.

Cyanoacrylate lím (Krazy glue, Super glue, Snabb Lim ) hafa verið notuð með góðum árangri við húðsprungum.

Þetta á við sprungur í húð á höndum og fótum sem ekki eru sýktar og valda sársauka. Þessi lím flýta einnig gróningu. Sprungur þessar geta orsakast af ýmsum húðsjúkdómum, og þá aðallega exemi og psoriasis.

Þvoið húðina vel og þurrkið vandlega. Kreistið varlega lítið magn af líminu ofan í sprunguna og þrýstið börmunum saman þannig að sprungan lokist.
Venjulega nægja 1-2 dropar.
Haldið börmunum saman þar til sprungan er límd aftur.
Þetta tekur venjulega 30-60 sekúndur.
Forðist að fá of mikið lím á fingurna. Límist fingur saman berið þá naglalakkseyði á svæðið og flettið burt líminu þegar það hefur mýkst.

Cyanoacrylate lím er ekki eitrað, en varist þó að berist í augu.

Prentvæn útgáfa

Hafðu samband

Hafir þú einkenni eða þjáist af þeim sjúkdómum sem fjallað er um hér er hægt að bóka tíma hjá lækni.

Tímapantanir

9:00–12:00 og 13:00–15:30

Skiptiborð

520 4444