Afhreistrun
Afhreistrun er mikilvæg fyrir meðhöndlun Psoriasis. Hún er líka mikilvæg fyrir meðferð hreistrandi húðsjúkdóma í hársverði svo sem flösuexems og psoriasis. Meðferð hefur að jafnaði ekki nægileg áhrif sé hreistur ekki fjarlægt. Þetta gildir fyrir ljósameðferð, D-vítamín afleiður eins og Daivonex, kortisónkrem, tjöru og Dithranol (Micanol).
Líkami:
1. Farið í bað eða sturtu.
2. Farið í gufubað sé möguleiki á því.
3. Smyrjið útbrotin með Salicýlvaselíni 2%.
4. Látið sitja á í 2-4 klst. eða yfir nótt.
5. Þvoið líkamann með vatni og sápu.
6. Endurtakið eftir þörfum
Hársvörður:
1. Smyrjið í hársvörðinn ACP kremi eða mýkjandi kremi sem inniheldur annað hvort salicýlsýru eða carbamíd. Einnig má nota 2% salicýlsýru í spir. dil. eða þá salicýlolíu.
2. Látið sitja í hársverði í 2-4 klst. eða yfir nótt.
3. Sumum finnst gott að sofa með hettu á höfðinu eftir að kremið hefur verið borið í.
4. Setjið svo sjampó í þurrt hárið og nuddið allan hársvörðinn létt með sjampóinu.
5. Síðan er hárið þvegið með vatni.
6. Endirtakið eftir þörfum