Fara á efnissvæði

Hvaða vörur og meðferðir henta þér?

Með því að svara nokkrum spurningum getum við leiðbeint þér með mögulegar húðmeðferðir og viðeigandi vörur sem henta þinni húðgerð

Á hvaða aldri ert þú?

Hvaða húðgerð ertu með?

Hvaða húðvandamál ertu með/ hvað viltu leggja áherslu á að meðhöndla?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið einn valmöguleika.

Hefur þú áhuga á að hafa virk innihaldsefni í húðrútínunni?

Vinsamlegast veldu það sem á við um þig. Þú getur valið fleiri en einn valmöguleika.

...eitt að lokum

Með því að skrá þig á póstlista Húðlæknastöðvarinnar færð þú sérkjör auk upplýsinga um nýjar meðferðir, húðvörur, tilboð og almenna fræðslu.

Augnablik...

Afhreistrun

Afhreistrun er mikilvæg fyrir meðhöndlun Psoriasis. Hún er líka mikilvæg fyrir meðferð hreistrandi húðsjúkdóma í hársverði svo sem flösuexems og psoriasis. Meðferð hefur að jafnaði ekki nægileg áhrif sé hreistur ekki fjarlægt. Þetta gildir fyrir ljósameðferð, D-vítamín afleiður eins og Daivonex, kortisónkrem, tjöru og Dithranol (Micanol).

Líkami:

1. Farið í bað eða sturtu.

2. Farið í gufubað sé möguleiki á því.

3. Smyrjið útbrotin með Salicýlvaselíni 2%.

4. Látið sitja á í 2-4 klst. eða yfir nótt.

5. Þvoið líkamann með vatni og sápu.

6. Endurtakið eftir þörfum

Hársvörður:

1. Smyrjið í hársvörðinn ACP kremi eða mýkjandi kremi sem inniheldur annað hvort salicýlsýru eða carbamíd. Einnig má nota 2% salicýlsýru í spir. dil. eða þá salicýlolíu.

2. Látið sitja í hársverði í 2-4 klst. eða yfir nótt.

3. Sumum finnst gott að sofa með hettu á höfðinu eftir að kremið hefur verið borið í.

4. Setjið svo sjampó í þurrt hárið og nuddið allan hársvörðinn létt með sjampóinu.

5. Síðan er hárið þvegið með vatni.

6. Endirtakið eftir þörfum

Prentvæn útgáfa

Hafðu samband

Hafir þú einkenni eða þjáist af þeim sjúkdómum sem fjallað er um hér er hægt að bóka tíma hjá lækni.

Tímapantanir

9:00–12:00 og 13:00–15:30

Skiptiborð

520 4444