- Húðlæknastöðin - https://hudlaeknastodin.is -

Viðtal við Bárð Sigurgeirsson húðsjúkdómalækni

Við spyrjum fyrst hvað psoriasis sé?

Psoriasis er langvinnur bólgusjúkdómur í húð sem getur brotist fram aftur hvenær sem er ævinnar. Eitt aðaleinkenni sjúkdómsins er hröð frumuskipting í húðútbrotunum. Mismunandi er hve oft fólk fær útbrot. Sumir fá meira og minna stöðug einkenni á meðan aðrir fá e.t.v. einkenni á margra ára fresti. Hverjir fá psoriasis? Í psoriasissjúkdómnum sést óeðlileg þroskun og of hröð frumuskipting í frumum yfirhúðar sem líklega stafar af breyttum eiginleikum varðandi vöxt og þroska þessara fruma. Í psoriasisútbrotum er einnig íferð bólgufruma sem sennilega skýrist af því að frumur yfirhúðar losa frumuboðefni og önnur efni sem hafa áhrif á ónæmis- og bólgusvörun. Ýmsar kenningar eru á lofti til að reyna að skýra þetta. Á seinni árum hafa menn helst aðhyllst að um sé að ræða einskonar ónæmissvörun sem síðan leiði til sjálfsofnæmis og að mismunandi ytri þættir geti kallað sjúkdóminn fram. Líklegt er að psoriasissjúkdómurinn erfist ekki sem slíkur, heldur erfist tilhneigingin til að fá sjúkdóminn.Ekki er endilega víst að allir sem hafa þessa tilhneigingu fái psoriasis. Það virðist sem ytra áreiti þurfi til að kalla sjúkdóminn fram. Þeir sem ekki verða fyrir slíku ytra áreiti fá ekki alltaf sjúkdóminn jafnvel þó að þeir hafi erft psoriasistilhneiginguna. Hálsbólgusýking getur meðal annars kallað fram psoriasissjúkdóminn og sennilega er um fleiri þætti að ræða. Ekki hefur með öryggi tekist að sýna fram á hvernig sjúkdómurinn erfist. Nýlegar rannsóknir á genum benda þó til fjölþátta erfða og líklegt er að genin sem valda psoriasis verði brátt fundin. Ef annað foreldranna hefur psoriasiseru 15% líkur á að barn fái psoriasis. Ef báðir foreldrarnir hafa psoriasis eru líkurnar hins vegar 50%.

Hvernig líta psoriasisútbrotin út?

Útbrotin geta birst á margan hátt. Oftast er um að ræða skellur sem líkjast mynt. Skellurnar eru rauðar, örlítið upphleyptar og oft þaktar hvítu hreistri. Þær eru algengastar á stöðum sem verða fyrir álagi svo sem á olnbogum og hnjám. Þessi tegund psoriasis getur breiðst út og runnið saman í stærri svæði. Oft er um að ræða svipuð útbrot í hársverði sem geta þá leitt til

flösu. Á nöglum koma oft fram mismunandi breytingar. Ein tegundin minnir á yfirborð fingurbjargar, í öðrum tilvikum losna neglurnar frá eða þykkna og einnig getur verið um að ræða gulleit svæði líkt og olíudropar séu

undir nöglinni. Önnur gerð psoriasis brýst oft fram við sýkingar í hálsi. Þá er um að ræða sérstaka gerð útbrota, s.k. dropapsoriasis (guttate psoriasis). Þessi tegund gengur frekar yfir en aðrar tegundir psoriasis. Í þessum tilvikum er mikilvægt að meðhöndla undirliggjandi sýkingu í hálsinum með sýklalyfjum. Stundum getur reynst nauðsynlegt að gefa sjúklingum með aðrar

tegundir af psoriasis sýklalyf ef þeim versnar við sýkingar af völdum hálsbólgubaktería. Slíkar sýkingar geta valdið vægum einkennum frá hálsinum. Ef psoriasissjúklingi versnar skyndilega er ráðlegt að láta taka sýni til ræktunar frá hálsinum.

Undirflokkar psoriasis

Til eru mismunandi undirflokkar af psoriasis. Um 90% allra tilvika eru s.k. skellupsoriasis.

Algengustu afbrigði eru:

Hvaða þættir geta kallað fram psoriasisútbrotin?

Er til lækning við psoriasis?

Framfarir í meðhöndlun á psoriasis hafa verið miklar á undanförnum árum. Í flestum tilvikum er þó ekki hægt að lækna sjúkdóminn varanlega, heldur eingöngu að bæla einkennin. Mörg dæmi eru um sjúklinga, sem hafa fengið bata í marga mánuði eða ár eftir vel heppnaða meðferð.

Eru mismunandi meðferðir til við lækningu psoriasis?

Það er mjög mismunandi hvaða meðferð hentar hverjum og einum. Sama meðferðin hentar ekki alltaf sjúklingnum til langframa. Mikilvægt er að skipta öðru hverju um meðferð og að meðferðin sé regluleg. Leggja ber áherslu á að í öllum tilfellum þurfa sjúklingar að fá ráðleggingar frá lækni um hvaða meðferð henti þeim best.

Skipta má meðferð gegn psoriasis í fjóra flokka:

Að fjalla frekar um meðferðina er efni í annað viðtal og verður því að bíða betri tíma.