Sveppasýkingar á kynfærum

Sveppasýkingar á kynfærum

Prenta

Candida albicans er gersveppur, sem er eðlilega til staöar í leggöngum kvenna, en í fremur litlu magni. Hann er einnig til staðar á heilbrigðri húð, en i enn minna magni. Ef mikil aukning verður á magni þessara sveppa getur hann valdið óþægindum.

Vissar aðstæöur geta valdið því að sveppurinn fjölgar sér

  • Sýklalyfjagjöf
  • Meðganga
  • Sykursýki
  • Járnskortur
  • Ónæmisbæling vegna lyfja eða sjúkdóma
  • Aðrir húðsjúkdómar s.s. psoriasis eða lichen planus
  • Önnur veikindi
  • Pillan eða östrogenlyf

Í sumum tilvikum eykst sveppamyndun ef hitastigið hækkar og svitamyndun eykst. Gersveppir þrífast sem sagt best við hátt hitastig, raka og ef næring er fyrir hendi, t.d. í formi sykrunga. Karlmenn geta fengið sveppasýkingu undir forhúö, sem lýsir sér sem kláði og bólga (forhúðarbólga). Þetta kemur oft eftir samfarir við konu, sem hefur sveppasýkingu í leggöngum. Þessi forhúðarbólga getur stundum lagast af sjálfu sér. Sveppasýkingar hjá körlum og konum teljast ekki til kynsjúkdóma þó karlmenn geti fengið sveppi frá konum, þar sem þeir smita á hinn bóginn nær aldrei konur.

Einkenni

Hjá konum lýsir sveppasýking sér oftast sem hvftleit útferð, töluverður kláði, stundum roði og sviði á skapabörmum og jafnvel í kringum endaþarmsop. Hjá karlmönnum er oft roði og bólga undir forhúð, stundum hvítleit skán og kláði.

Rannsóknir

Yfirleltt þarf ekki að taka ræktun tll að greina sveppasýkingu, heldur nægir aö skoða strok í smásjá og fæst þá greiningin strax.

Meðferð

Stundum þarf engrar meðferðar við, þar sem sveppasýking getur lagast af sjálfu sér, en ef hún veldur óþægindum er hægt að meðhöndla konur með stílum og kremi og karlmenn með kremum. Sjaldan þarf töflumeðferð við sveppasýkingum. Ef engin einkenni eru til staðar er óþarft að meðhöndla. Sumir fá sveppasýkingu æ ofan f æ án þess að nokkur sjáanleg orsök sé fyrir hendi og þarf þá oft að endurtaka stutta meðferðarkúra með reglulegu millibili. Ef sveppasýkingar koma oft, þarf að ganga úr skugga um að ekki sé önnur sýking til staðar, s.s. klamydia eða lekandi og að þetta sé ekki einkenni um aðra sjúkdóma s.s. sykursýki.

Nánar um sveppasýkingar hjá konum á (enskur texti):

dnnz-small

Nánar um sveppasýkingar hjá körlum á (enskur texti):

dnnz-small