Rannsókn á lyfi gegn barnaexemi

Rannsókn á lyfi gegn barnaexemi

Prenta

Óskað er eftir sjálfboðaliðum 18 ára og eldri til þátttöku í
klínískri lyfjarannsókn á meðferð við ofnæmishúðbólgu (atopic dermatitis)

Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar, Persónuverndar og Lyfjastofnunar og verður framkvæmd á Húðlæknastöðinni, Smáratorgi 1, Kópavogi. Aðalrannsakandi er Bárður Sigurgeirsson, sérfræðingur í húðsjúkdómum.
Megintilgangur rannsóknarinnar er að kanna öryggi og gagnsemi lyfsins ZPL389 hjá sjúklingum með miðlungs mikla til alvarlega ofnæmishúðbólgu (atopic dermatitis (AD)). Ofnæmishúðbólga sem einnig nefnist staðbundið exem, er tegund bólgu í húðinni. Þessar húðbólgur geta valdið kláða, roða, bólgu og sprunginni húð. Glær vökvi getur komið frá þessum bólgusvæðum sem oft þykkna með tímanum. Þetta ástand byrjar oftast í barnæsku og alvarleiki breytist með árunum.
Þeir sem taka þátt fá annað hvort rannsóknarlyfið eða lyfleysu (lyfleysa er gervilyf (oft nefnt sykurpilla) með engu virku innihaldsefni).

Um það bil 360 sjúklingar munu taka þátt í þessari rannsókn í um það bil 9 löndum í 3 heimsálfum. Þar af u.þ.b. 30 þátttakendur á Íslandi. Þátttaka varir í 24 vikur og gert er ráð fyrir 9 heimsóknum á rannsóknarsetur á tímabilinu.
Áhætta af þátttöku felst í mögulegum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins, bæði þekktum og ófyrirséðum. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti mega ekki taka þátt í þessari lyfjarannsókn. Til að geta tekið þátt er skylt að nota viðeigandi getnaðarvarnir. Ekki er hægt að tryggja að þátttakendur fái langvarandi bata af meðferð með rannsóknarlyfinu. Fram að þessu hafa um það bil 289 einstaklingar fengið meðferð með ZPL389 í klínískum rannsóknum.
Allur kostnaður vegna rannsóknarlyfsins og læknisheimsókna er þér að kostnaðarlausu. Ekki er greitt fyrir þátttöku.

Ef þú hefur áhuga á að fá upplýsingar um rannsóknina, vinsamlegast hafðu samband með því að senda tölvupóst á rannsoknir@hudlaeknastodin.is eða með því að hringja í hjúkrunarfræðing rannsóknarinnar í síma: 520 4414

Tekið skal fram að þeir sem svara auglýsingunni hafa ekki skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Taki þeir þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni.