- Húðlæknastöðin - https://hudlaeknastodin.is -

Perioral dermatitis

Perioral Dermatitis er nokkuð algengur húðsjúkdómur.
Kemur oftar fyrir hjá kvenfólki. Sumir fá sjúkdóminn endurtekið jafnvel einu sinni á ári. Húðsjúkdómur þessi kemur stundum hjá börnum og einnig eldra fólki.

Orsök er óþekkt. Upp hafa komið tilgátur um of mikil notkun andlitskrema geti valdið þessu, eða jafnvel óþekktur sýkill.
Vitað er að breytingarnar geta komið noti fólk sterk eða meðalsterk kortisónkrem í andlitið í nokkurn tíma.

Ástandið lýsir sér með litlum upphækkuðum bólum í húðinni kring um munninn, ásamt breytingum sem líkjast örsmáum graftrabólum.
Roði er oft á svæðinu og stundum vægar exembreytingar eða þurrkur.
Dæmigert er að húðin næst vörunum er oftast eðlileg að sjá
Stundum eru breytingarnar ofar í andlitinu, td kring um augun.

Með réttri meðferð eru batalíkur góðar.

Oftast nægir sýklalyf af Tetracýklín flokki í nokkrar vikur til að lækna sjúkdóminn til dæmis Doxytab eða skyld lyf.  Einnig er hægt að nota sýklalyfið Erythromycin.
Í vægum tilfellum má reyna útvortis sýklalyf eingöngu td Dalacin vökva.

Nánar á (enskur texti):