Leiðbeiningar til flugmanna

Leiðbeiningar til flugmanna

Prenta

Þekktir eru ýmsir áhættuþættir að því er varða myndun sortuæxla. Þar má nefna sólbruna, sérstaklega í æsku, óhóflega sólun, óreglulega fæðingarbletti, náin ættingi sem hefur greinst með sortuæxli marga fæðingarbletti, ljósabekkjanotkun og ljósan húðlit.

Að auki hafa rannsóknir hafa sýnt að aukin áhætta er á myndun sortuæxla hjá flugmönnum og flugliðum. Ekki er að full ljóst af hverju þessi áhætta stafar. Þeir sem standa að þessum rannsóknum telja að hugsanlegt er að þessi áhætta tengist geimgeislum. Þessi til stuðnings er sú staðreynd að áhættan virðist aukast í réttu hlutfalli við þá geislun sem flugmaðurinn hefur orðið fyrir.

Húðlæknastöðin hefur tekið að sér að skoða flugmenn reglulega m.t.t. einkenna sem geta bent til illkynja meina eða forstigsbreytinga þeirra. Þessar skoðanir eru mjög mikilvægar svo hægt sé að greina þessi mein á frumstigi. Ekki síður er mikilvægt að flugmenn hafi eftirfarandi í huga:

1. Kynna sér staðreyndir um sortuæxli og útlit  þeirra þannig að þeir geti greint hættumerkin. Þess vegna er nauðsynlegt að kynna sér eftirfarandi efni.

    Fæðingarblettir sortuæxli og sólvörn
    Hættumerkin
    Hvernig á að skoða húðina
    Sortuæxli
    Fræðslurit Krabbameinsfélagsins: Sortuæxli í húð (2010)

2. Skoða húðina mánaðarlega m.t.t. breytinga. Hvernig slík skoðun fer fram er lýst hér að ofan
3. Nota sólvörn 25 eða meira í sól
4. Mæta í skoðun á vegum FíA og Húðlæknastöðvarinnar
5. Ef blettur er að breyta sér. Hafa samband við Húðlæknastöðina í síma 5204444, eða með tölvupósti. Gefa upp að þú sért flugmaður og að þú hafir áhyggjur af blett sem er að breyta sér.

Mikilvægt er að átta sig á að blettir sem eru í lagi við skoðun geta breytt sér á 6 mánuðum eða jafnvel styttri tíma. Þess vegna er mánaðarleg sjálfskoðun mjög mikilvæg.

Kær kveðja,
Húðlæknastöðin