- Húðlæknastöðin - https://hudlaeknastodin.is -

Kláðamaur

Kláðamaur (Sarcoptes Scabei) er lítið dýr, um 0,4 mm að lengd, sem lifir í hornlagi húðarinnar. Kvendýrið sest að í hornlaginu og getur borað sig áfram um 2 mm á dag um leið og það verpir 2-3 eggjum á dag. Eggin klekjast á 3 dögum en lirfan þroskast í fullorðið dýr á 2 vikum. Um 4-6 vikum eftir að maurinn hefur festst í húðinni myndast ofnæmi fyrir honum og veldur það miklum kláða, sem er verstur á kvöldin. Þegar kláðinn byrjar hafa flestir um 10-12 maura í húðinni Maurinn smitast við snertingu en hún þarf þó að vara í nokkurn tíma þannig smitar handarbandskveðja nær aldrei.

Smit á sér oftast stað á eftirfarandi hátt :

Eftir meðferð er kláðinn oftast til staðar í um 2 vikur eða jafnvel lengur. Afar mikilvægt er að greiningin sé rétt í upphafi, því meðferðin við maurnum getur framkallað kláða og jafnvel exem sem stundum er erfitt að greina frá maur eftirá.

Nokkur lyf eru til staðar sem gagnast við kláðamaur. Algengustu lyfin eru í áburðarformi. Þau eru : Quellada , Nix krem, Benzyli benzoatum, Tenutex, Prioderm.

Leiðbeiningar um meðhöndlun við kláðamaur:

Nánar á (enskur texti):

[1]