Kalíumböð

Kalíumböð

Prenta

Kalium (kalíumpermanganat) böð eru góð meðferð við exemi sérstaklega ef það er útbreitt og sýkt af bakteríum eða gersveppum. Þessi meðferð hefur verið notuð í marga áratugi og er notuð víða um heim.

Blanda á um það bil 3 millilítrum af 3% kalíum permanganat lausnar í hvern lítra af volgu vatni . Börnin liggja í baðinu um 10-20 mínútur. Varast skal að börnunum verði of kalt. Má nota baðolíu út í vatnið ef húðin er mjög þurr. Þurrka húð og smyrja svo með rakakremi eða kortisón kremi. Þetta má endurtaka 2svar til 3svar í viku . Lausnin litar, þvo þarf að baðkarið strax eftir notkun, einnig er gott að nota handklæði sem má verða blettótt.

Gott er að nota hreinsilöginn Double play® til að ná brúna litnum burtu af baðkarinu.

Til að hindra að neglur litist brúnar er gott að bera á þær vaselín fyrir baðið. Fyrir hendur eða fætur má nota bala eða kar og þá blanda lausnina á sama hátt.

kaliumbod

Kalíum er sótthreinsandi basi í fljótandi formi sem er notaður til að þurrka sýkt sár og opna vessandi húð t.d. vegna exems og ýmissa blöðrusjúkdóma.

BLÖNDUN.

Kalíumpermanganatis 3% er alltaf þynnt með vatni fyrir notkun.

3 ml kalíum í 1 lítra vatni.

15 ml kalíum í 5 lítra af vatni.

100 ml kalíum í 100 lítra af vatni.

Lausnin skal þó aldrei vera dekkri en svo að það sjáist vel í botninn á fatinu sem blandað er í.

MEDFERD.

Meðferðin er mis yfirgrips mikil eftir því hvaða svæði á að meðhöndla.

# Afmarkað sár. Þvoið sárið og svæðið í kring eins og venjulega. Grisjur eru bleyttar í kalíumlausninni og lagðar ofan á sárið, Gott er að leggja undirlegg eða plastpoka yfir grisjurnar. Þetta er haft á í 15 mínútur. Sárið er ekki skolað eftir baksturinn, að lokum er búið um sárið.

# Fætur/hendur. Þvoið krem eða önnur óhreinindi af höndum/fótum fýrir kalíummeðferðina. Berið vaselín á neglur svo að þær litist ekki. Lausninni er blandað í fat og hendur / fætur baðaðar í 15 mínútur. Ekki þvo húðina á eftir og þerrið hana lítillega þannig að efnið fái að liggja sem mest á húðinni.

# Heilbað. Þegar meðhöndla á stærri líkamshluta eða allan líkamann er nauðsynlegt að blanda kalíum í baðkar.-Mikilvægt er að fara í sturtu áður og þvo krem eða önnur óhreinindi af húðinni. Berið vaselín á neglur svo að þær litist ekki af lausninni. Allur líkamann má fara í baðið nema höfuðið þar sem lausnin má ekki berast í augu, passið líka að hárið fari ekki í vatnið því það litast.

Ef axlir/bringa standa upp úr vatninu er gott að leggja klút vættan úr lausninni á þessi svæði eða ausa henni með lítilli dós yfir axlir/bringu. Ekki skola húðina eftir baðið og þerrið hana lítillega þannig að efnið fái að liggja sem mest á þenni. Legið er í baðinu í 15 mínútur.

GOTT AÐ VITA.

Kalíum litar allt sem það kemst í snertingu við (baðkar, handklæði, neglur og hár) því ber að umgangast það með varúð. Fötin sem farið er í eftir baðið geta hugsanlega litast af húðinni. Gott er að bera matarolíu innan á baðkarið áður en rennur í það og láta renna úr því strax að baði loknu, þvo það síðan strax með ræstikremi en þannig má komast hjá því að baðkarið litist. Liturinn á húðinni hverfur hins vegar á nokkrum dögum.

Nánar á (enskur texti):

dnnz-small