Þessi vefsíða notar fótspor (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn, geyma upplýsingar um stillingar o.fl. Með því að nota vefinn samþykkir þú stefnu okkar um notkun fótspora. ×
Húðmeðferðir

Húðslípun

Húðslípun með demantsslípunartæki.

Húðslípun er aðferð sem endurnýjar efstu lög húðarinnar án skurðaðgerðar.
Fyrstu húðslípunartækin komu í notkun milli 1950 – 1960. Meðferð með húðslípun hefur verið veitt á Húðlæknastöðinni síðan árið 2000.

Nú er boðið upp á nýja tækni með húðslípun sem kallast demantsslípun.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá að demantshúðslípunin fjarlægir efsta lag húðarinnar en það er aðeins brot úr millimetra að þykkt.

demantshúðslípun

Eftir nokkrar meðferðir má búast við að áferð húðarinnar verði sléttari, frísklegri og litadreyfingin verði jafnari.
Þessi meðferð er örugg fyrir allar húðgerðir en mögulegt er að dökkar húðgerðir geti sýnt dekkri bletti eftir meðferð, tímabundið.
Það þurfa flestir nokkrar meðferðir. Meðferðarlotur með fjórum til sex meðferðum eru algengar með tveggja til fjögurra vikna millibili.

Viðkomandi er fljótur að jafna sig eftir meðferðina. Aðalaukaverkunin er roði og bólga sem oftast jafnar sig fljótt, oftast innan 1-2 sólarhringa. Sumir geta upplifað væga bólgu og roða í allt að nokkrar vikur eftir meðferð.

Stundum nota húðlæknar virk krem sem virka gegna öldrun, samhliða slípuninni til að auka áhrif kremanna því þá komast þau dýpra í húðina.

Það sem hægt er að meðhöndla með demantshúðslípun er:

• Fínar línur í andliti verða minna áberandi
• Grynnri ör verða minna áberandi
• Ör eftir unglingabólur verða minna áberandi
• Litablettir í andliti geta orðið minna áberandi
( fer eftir hvernig blettir þetta eru )
• Öldrunarbletti
• Jafnar lit og áferð húðarinnar
• Losa um fílapensla
• Melasma ( meðgöngufreknur )


Áður en ákveðið er að gefa húðslípun er mikilvægt að hitta húðlækni ef:

• Þú ert með húðbreytingu sem gæti mögulega verið húðkrabbamein
• Ef þú tekur Decutan ( Isotretinoin ) sem er sterk bólulyf eða ef minna er en
• 6 – 12 mánuðir frá því að Decutanmeðferð lauk.
• Ef þú færð auðveldalega ör eða ör gróa illa þar með talin keloid ör.


Einnig getur verið varasamt að meðhöndla einstaklinga með ákveðna húðsjúkdóma, amk ef þeir eru virkir. Td.
Rósroða, exem, sólbruna, frunsa ( herpes ), rauða úlfa ( lupus ), opin sár, psoriasis, virkar unglingabólur ( acne ) og mjög viðkvæma húð td þá sem eru með áberandi æðaslit.

Hve lengi áhrifin af meðferðinni endast er mjög einstaklingsbundið. Húðin eldist auðvitað og oftast þarf reglulega viðhaldsmeðferð.Mikilvægt er að nota alltaf sólvörn eftir meðferðina helst alltaf en amk 3 mánuði eftir slípun.
Nokkrar meðferðir getur þurft til að fá fram hámarksárangur.

 • Húðlæknastöðin

  Smáratorg 1,
  201 Kópavogur,
  Iceland

 • Opnunartími

  Alla virka daga
  8:00 - 16:00

  Skiptiborð er opið
  09:00 - 12:00
  13:00 - 15:30

 • Hafa samband

  Sími: 520 4444
  Fax: 520 4400
  Email: timabokun@hls.is
  Laser / Botox / Fylliefni
  Sími: 520 4407 & 520 4412
  Fax: 520 4400
  Email: laser@hls.is

 • Samfélagsmiðlar

© Húðlæknastöðin ehf. - Með notkun á vefnum samþykkir notandi notkunarskilmála hans - Notkunarskilmálar og yfirlýsing um persónuvernd