Háreyðing með laser – Myndband

Háreyðing með laser – Myndband

Prenta

Háreyðing með Vectus Laser

Hárvöxtur kemur því miður oft á tíðum á þau líkamssvæði þar sem þeirra er ekki óskað. Orsökin getur verið vaxandi aldur eða þá hormónaójafnvægi. Margir plokka þessi hár, raka eða vaxa, sem getur oft ert húðina ásamt því að árangurinn er afar skammvinnur. Einnig geta þessar meðferðir valdið því að viðkomandi fær á tilfinninguna að hárvöxturinn aukist og að hárin verði grófari eftir á.

Hver er munurinn á háreyðingu með Vectus Laser og IPL háreyðingarmeðferð?

Við erum með áratuga reynslu á háreyðingarmeðferðum og okkar reynsla er sú að Vectus Laser er mun áhrifaríkari meðferð en hefðbundin IPL-háreyðingarmeðferð. Af hverju? Í einföldu máli getur maður sagt að lasermeðferð sé meðferð með ljósi sem er með ólíkum bylgjulengdum en bylgjulengdin ræður því hve langt ljósið nær niður í húðina. IPL er sýnilegt ljós með styttri bylgjulengd en Vectus Laserinn sem er innrautt ljós. Þar af leiðandi nær IPL ekki eins djúpt í húðina og Vectus Laser, sem eykur líkurnar á því að ná ekki til undirliggjandi hársekkja. Bakið er t.d. dæmigert svæði þar sem IPL ljósið nær ekki nógu djúpt og gefur þar af leiðandi ekki nógu góðan árangur. Vectus Laserinn beinist sérstaklega gegn dökka litarefninu í hárinu, hitar það alveg niður í hársekkinn og eyðileggur þannig hársekkinn endanlega. Við þetta örvast aðrir undirliggjandi hársekkir í húðinni og þess vegna verður maður að endurtaka meðhöndlunina þar til allir hársekkir eru komnir upp á yfirborðið.

Vectus Laser inniheldur einnig Advanced Contact Cooling™ sem hjálpar til við að kæla og vernda húðina á meðan á meðferð stendur, ásamt því að innihalda Skintel™ Melanin Reader™ sem metur magn litarefnisins melanins í húðinni hjá hverjum og einum og þar af leiðandi húðgerð (I-VI) viðkomandi (sjá mynd). Eykur þetta áhrif og öryggi meðferðarinnar.

Er háreyðingarmeðferð með Vectus Laser eitthvað fyrir mig?

– Já, ef þú vilt láta fjarlægja óæskilegan hárvöxt í andliti eða á líkama, t.d. á bíkinisvæðinu eða fótleggjum.

– Þó mikilvægt að hafa í huga að mjög ljóst hár, hvítt eða grátt, svarar ekki meðferðinni þar sem það verður að vera litarefni til staðar til að eyðileggja hársekkinn.

– Því grófari og dekkri hár og ljósari húð, því betri og skjótari árangur! Ástæðan fyrir því er að því meira litarefni sem er til staðar í hárinu því meiri hiti leiðist niður í hársekkinn.

 Mikilvægt er að hafa í huga að háreyðingarmeðferð krefst endurtekinna meðferða til að ná tilætluðum árangri. Hár gengur í gegnum mismunandi vaxtarfasa og meðferðin virkar best þegar hárin eru í vaxtarfasa. Á hverjum tíma er einungis hluti háranna í þeim fasa þar sem meðferðin virkar best. Þess vegna þarf að meðhöndla hvert svæði í nokkur skipti til þess að meðhöndla öll hárin í réttum vaxtarfasa. Það er nokkuð einstaklingsbundið hve margar meðferðir þarf og einnig getur verið munur á milli húðsvæða. Í andliti líða bara nokkrar vikur á milli vaxtarfasa á meðan það geta liðið nokkrir mánuðir á milli á fótleggjum. Þess vegna líða vanalega 1-2 mánuðir á milli meðferða.

Hvernig fer meðferðin fram?

Heppilegast er að svæðið sem á að meðhöndla sé nýrakað. Síðan er meðferðarhausinn lagður á húðina og og hleypt af skoti. Flestir upplifa skotið eins og skammvinna hitatilfinningu í húðinni. Þegar skotinu er hleypt af má sjá ljósglampa líkt og þegar teknar eru myndir með leifturljósi. Ekki er að vænta árangurs strax eftir meðferðina.

Hverju má ég búast við eftir meðferðina?

Strax efir meðferðina kemur fram vægur roði líkt og við vægan sólbruna. Einstaka sinnum vottar fyrir bjúg á meðferðarsvæðinu. Þessi einkenni ganga venjulega yfir á 30 mínútum til 24 klst. Ef sviði er í húðinni má bera kælipoka við húðina eða bera klalt gel, t.d. aloa vera á húðina.
Það er mikilvægt að vernda meðferðarsvæðið frá sólinni 1-2 vikur fyrir og eftir meðferð. Einnig að forðast bað, heita potta, sund eða líkamsrækt þar sem maður svitnar mikið 24 klst eftir meðferðina.

Hversu fljótt næst árangur?

Ekki er að vænta árangurs strax eftir meðferðina, heldur líða yfirleitt 1-2 vikur þar til fer að draga úr hárvexti. í byrjun meðferðar má vænta að hárvöxtur aukist örlítið aftur rétt fyrir næstu meðferð. Þetta má ekki túlka sem a meðferðin hafi misheppnast, heldur eru hár sem verið hafa í hvíldarfasa að flytjast í vaxtarfasa og verða því sýnilegri.

Hvernig ber ég mig að til að fá tíma í háreyðingarmeðferð með Vectus Laser?

Þú getur haft samband við laserdeildina hjá okkur í síma 520-4407 / 520-4412 eða sent tölvupóst á laser@hls.is. Þar færðu allar nánari upplýsinar varðandi meðferðina.