Granuloma annulare

Granuloma annulare

Prenta

Granuloma Annulare (GA) er nokkuð algengur sjúkdómur í húð. Orsök hans er óþekkt. Ekki er talið að ofnæmi valdi honum og útbrotin verða aldrei illkynja. Hann getur komið fyrir á öllum aldri og kemur alloft fyrir hjá börnum. Útbrotin sitja oft djúpt í húð og eru gjarna hringlaga eða hálfmánalaga. Þau eru rauðleit eða rauðblá en geta verið húðlituð. Algengast er að fólk fái nokkrar breytingar á ristar, handabök, fótleggi og fingur. Útbrotin geta þó verið mjög útbreidd og verið víðar í húð. Oftast fylgja útbrotunum engin óþægindi. Oft má finna þykknun í húðinni þar sem útbrotin eru.Yfirleitt lagast Granuloma Annulare af sjálfu sér. Það getur tekið nokkra mánuði eða nokkur ár. Ýmis meðferð er til við GA. Má þar nefna kortisón krem og smyrsli eða kortisón lausn sem höfð er undir gervihúð. Einnig má sprauta kortisóni eða saltvatni inn í húðbreytingarnar. Ljósameðferð er stundum reynd. Oft þarf enga meðferð og er þá beðið eftir að útbrotin hverfi af sjálfu sér.

Nánar á (enskur texti):