- Húðlæknastöðin - https://hudlaeknastodin.is -

Ert þú með auknar líkur á myndun húðkrabbameina?

Ert þú með auknar líkur á myndun húðkrabbameina?


Áhættuþættir
Þekktir eru ýmsir áhættuþættir að því er varða myndun sortuæxla. Þar má nefna sólbruna, sérstaklega í æsku, óhóflega sólun, óreglulega fæðingarbletti, náin ættingi sem hefur greinst með sortuæxli marga fæðingarbletti, ljósbekkjanotkun og ljósan húðlit. Ef þú fellur í einhvern þessara flokka þarftu að kynna þér eftirfarandi.

1. Kynna sér staðreyndir um sortuæxli og útlit  þeirra þannig að þeir geti greint hættumerkin. Þess vegna er nauðsynlegt að kynna sér eftirfarandi efni.

    Fæðingarblettir sortuæxli og sólvörn
    URL
    Hættumerkin
    URL
    Hvernig á að skoða húðina
    URL
    Sortuæxli
    URL
    Fræðslurit Krabbameinsfélagsins: Sortuæxli í húð (2010) [1]

2. Skoða húðina mánaðarlega m.t.t. breytinga. Hvernig slík skoðun fer fram er lýst hér að ofan
3. Nota sólvörn 25 eða meira í sól
4. Nota ekki ljósabekki
5. Regluleg skoðun hjá húðlækni ef þú ert með mikið af fæðingarblettum og/eða óreglulega fæðingarbletti.
6. Ef blettur er að breyta sér. Hafa samband við Húðlæknastöðina í síma 5204444, eða með tölvupósti. Gefa upp að þú hafir áhyggjur af blett sem er að breyta sér.

Mikilvægt er að átta sig á að blettir sem eru í lagi við skoðun geta breytt sér á 6 mánuðum eða jafnvel styttri tíma. Þess vegna er mánaðarleg sjálfskoðun mjög mikilvæg.

Kær kveðja,
Húðlæknastöðin