Húðlæknar Húðlæknastöðvarinnar eru sérfræðingar í meðhöndlun allra húð- og kynsjúkdóma.
Ef þú finnur fyrir einkennum eða grunar að þú sért með húð eða kynsjúkdóm þá hvetjum við þig til þess að hringja og bóka tíma í skoðun. Hér að neðan má finna fræðsluefni sem gæti komið þér að góðum notum.
Til húðkrabbameina teljast ýmsar gerðir krabbameina, en aðallega er um að ræða þrjár gerðir, flöguþekjukrabbamein (carcinoma squamocellulare), grunnfrumukrabbamein (carcinoma basocellulare) og sortuæxli (melanoma malignum).
Ljósabekkir og áhættan á sortuæxlum.
Þekktir eru ýmsir áhættuþættir að því er varða myndun sortuæxla. Þar má nefna sólbruna, sérstaklega í æsku, óhóflega sólun, óreglulega fæðingarbletti, náin ættingi sem hefur greinst með sortuæxli marga fæðingarbletti, ljósabekkjanotkun og ljósan húðlit.
Húðlæknarnir Bárður Sigurgeirsson og Jón Hjaltalín Ólafsson fjalla um áhrif ljósabekkja á myndun sortuæxla.
Skoðaðu húðina mánaðarlega. Það er besta leiðin til þess að greina húðkrabbamein snemma.
Með því að þekkja orsakir og einkenni húðkrabbameina er hægt að bregðast fljótt við þegar lækning við sjúkdómnum er möguleg.
Grein eftir Steingrím Davíðsson húðsjúkdómalækni.
Þekktir eru ýmsir áhættuþættir að því er varða myndun sortuæxla.
Eftirfarandi 13 myndbönd eru samstarfsverkefni Krabbameinsfélagsins og Jennu Huldar Eysteinsdóttur húðlækni.
Í fræðslumyndinni „Aðgát í nærveru sólar“ útskýra læknar hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir sortuæxli og önnur húðkrabbamein, áhættuþætti og afleiðingar þeirra.